Sexfaldur meistari tekur fram skóna

Gunnar Einarsson.
Gunnar Einarsson. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Leikjahæsti leikmaður Keflavíkur í körfuknattleik, Gunnar Einarsson, hefur ákveðið að taka fram skóna í vetur og leika með Þrótti í Vogum. 

Gunnar er 44 ára gamall en verður á ferðinni í 2. deildinni í vetur samkvæmt Körfunni.is. 

Þrótttarar fá þar ansi reyndan leikmanna því Gunnar lék hátt í þúsund leiki fyrir Keflavík í öllum keppnum á tveimur áratugum. Varð hann sex sinnum Íslandsmeistari og þrívegis bikarmeistari. 

Gunnar kom síðast við sögu á Íslandsmótinu þegar hann lék nokkra leiki með Keflavík veturinn 2016-2017. 

mbl.is