Haukar í 8-liða úrslit í bikarnum

Emil Barja skoraði 10 stig, tók 8 fráköst og gaf …
Emil Barja skoraði 10 stig, tók 8 fráköst og gaf 5 stoðsendingar fyrir Hauka í dag. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Haukar sem leika í næstefstu deild á komandi tímabili á Íslandsmóti karla í körfuknattleik eru komnir í 8-liða úrslit í bikarkeppninni 2021. 

Haukar tóku á móti Þórsurum frá Akureyri sem leika áfram í efstu deild og Haukar unnu 97:88. 

Shemar Bute skoraði 24 stig fyrir Hauka, Jose Aldana 21 stig og Orri Gunnarsson 19 stig. Jonathan Lawton var stigahæstur hjá Þór með 31 stig, Eric Fongue skoraði 21 stig og Baldur Jóhannesson 14 stig. 

mbl.is