Íslandsmeistararnir fá liðsstyrk

Íslandsmeistararnir hafa bætt við sig leikmanni.
Íslandsmeistararnir hafa bætt við sig leikmanni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslandsmeistarar Þórs frá Þorlákshöfn hafa fengið til sín argentínska leikmanninn Luciano Massarelli.

Massarelli er 28 ára körfuknattleiksmaður og kemur til Íslands frá Spáni þar sem hann lék með B-deildarliði Palencia. Þar skoraði hann að meðaltali átta stig í leik, gaf tvær stoðsendingar og tók eitt frákast.

Þórsarar hefja titilvörn sína á Íslandsmótinu 7. október næstkomandi er þeir heimsækja Njarðvík í fyrstu umferðinni.

mbl.is