Fjölnir örugglega í fjórðungsúrslit

Fjölnir og Haukar eru bæði komin áfram í fjórðungsúrslit bikarkeppni …
Fjölnir og Haukar eru bæði komin áfram í fjórðungsúrslit bikarkeppni kvenna í körfuknattleik. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjölnir tryggði sér sæti í átta-liða úrslitum bikarkeppni kvenna í körfuknattleik, VÍS-bikarnum, með öruggum sigri gegn Fjölni í Dalhúsum í Grafarvogi í sextán liða úrslitum í kvöld.

Leiknum lauk með 83:55 sigri Fjölnis en Ciani Cryor var stigahæst í liði Fjölnis með 21 stig og þrettán fráköst.

Þá vann ÍR 60:57-sigur gegn KR á Meistaravöllum þar sem Aníka Linda Hjálmarsdóttir var stigahæst Breiðhyltinga með 20 stig og ellefu fráköst.

Stjarnan er einnig komin áfram í átta-liða úrslitin eftir 68:43-sigur gegn Tindastóli í Mathús Garðabæjarhöllinni þar sem Diljá Ögn Lárusdóttir skoraði 20 stig fyrir Stjörnuna.

Í Grindavík vann Njarðvík svo 71:58-sigur gegn Grindavík í HS Orku-höllinni en þar var það Lavina Gomes sem var stigahæst Njarðvíkinga með 16 stig og tíu fráköst.

Fjölnir er komið áfram í undanúrslit en Stjarnan mætir Val í átta-liða úrslitunum, ÍR mætir Njarðvík og þá mætast Keflavík og Haukar. Leikirnir fara fram 11. september.

mbl.is