KR semur við Króata

KR-ingar halda áfram að styrkja sig.
KR-ingar halda áfram að styrkja sig. Arnþór Birkisson

Króatíski framherjinn Dani Koljanin hefur samið við körfuknattleiksdeild KR um að leika með meistaraflokki karla á tímabilinu.

Koljanin, sem er 25 ára gamall og 202 sentimetrar á hæð, lék á síðasta tímabili með Traiskirchen Lion í austurrísku efstu deildinni.

Hann hefur á ferlinum einnig leikið í háskólaboltanum í Bandaríkjunum, í heimalandi sínu Króatíu og í Ungverjalandi.

„KR býður Dani hjartanlega velkominn á Meistaravelli. Frekari fréttir af leikmannamálum er að vænta fljótlega,“ sagði í stuttri tilkynningu frá körfuknattleiksdeild KR.

mbl.is