Haukar í undanúrslit eftir sannfærandi sigur

Eva Margrét Kristjánsdóttir skoraði 14 stig fyrir Hauka.
Eva Margrét Kristjánsdóttir skoraði 14 stig fyrir Hauka. mbl.is/Arnþór Birkisson

Haukar tryggðu sér sæti í undanúrslitum VÍS bikars kvenna í körfubolta með 87:59-sigri á Keflavík á útivelli í dag. Staðan í hálfleik var 46:20 og var seinni hálfleikurinn formsatriði fyrir Hauka.

Helena Sverrisdóttir er komin aftur í Hauka og hún var stigahæst með 18 stig, Eva Margrét Kristjánsdóttir gerði 14 og þær Lovísa Björt Henningsdóttir og Elísabeth Ýr Ægisdóttir gerðu 11 stig hvor.

Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 13 stig fyrir Keflavík, Eygló Kristín Óskarsdóttir 12 og Katla Rún Garðarsdóttir 10.

Keflavík - Haukar 59:87

Blue-höllin, Bikarkeppni kvenna, 11. september 2021.

Gangur leiksins:: 4:8, 4:11, 8:14, 12:20, 14:26, 18:34, 18:42, 20:46, 22:50, 29:54, 34:60, 38:62, 41:71, 46:76, 53:80, 59:87.

Keflavík: Anna Ingunn Svansdóttir 13/4 fráköst, Eygló Kristín Óskarsdóttir 12/9 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 10, Tunde Kilin 6/5 fráköst/5 stoðsendingar, Agnes María Svansdóttir 5, Anna Lára Vignisdóttir 5, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 3, Hjördís Lilja Traustadóttir 2, Ólöf Rún Óladóttir 2, Eva María Davíðsdóttir 1.

Fráköst: 21 í vörn, 7 í sókn.

Haukar: Helena Sverrisdóttir 18/10 fráköst/6 stoðsendingar, Eva Margrét Kristjánsdóttir 14/5 fráköst, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 11/5 fráköst, Lovísa Björt Henningsdóttir 11, Haiden Denise Palmer 10/7 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Bríet Sif Hinriksdóttir 10, Sólrún Inga Gísladóttir 9, Jana Falsdóttir 2, Rósa Björk Pétursdóttir 2.

Fráköst: 24 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Jakob Árni Ísleifsson, Friðrik Árnason.

Áhorfendur: 69

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert