Létt hjá Njarðvík gegn ÍR

Njarðvík er komin í undanúrslit.
Njarðvík er komin í undanúrslit. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Njarðvík er komin í undanúrslit VÍS-bikars kvenna í körfubolta eftir auðveldan 84:39-sigur á ÍR á útivelli í kvöld.

Staðan í hálfleik var 39:26 og Njarðvík var mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik.

Lára Ösp Ásgeirsdóttir skoraði 17 stig fyrir Njarðvík og Helena Rafnsdóttir bætti við 16. Aníka Linda Hjálmarsdóttir skoraði átta fyrir ÍR.

Haukar og Valur tryggðu sér sæti í undanúrslitum fyrr í dag.

ÍR - Njarðvík 39:84

TM Hellirinn, Bikarkeppni kvenna, 11. september 2021.

Gangur leiksins:: 0:6, 2:10, 4:15, 10:20, 12:24, 19:29, 24:31, 26:39, 28:44, 28:53, 28:58, 30:61, 30:72, 32:76, 34:81, 39:84.

ÍR: Aníka Linda Hjálmarsdóttir 12/8 fráköst/4 varin skot, Nína Jenný Kristjánsdóttir 7, Sólrún Sæmundsdóttir 7/5 fráköst, Rebekka Rut Hjálmarsdóttir 5, Kristín María Matthíasdóttir 4, Arndís Þóra Þórisdóttir 4.

Fráköst: 15 í vörn, 6 í sókn.

Njarðvík: Lára Ösp Ásgeirsdóttir 17, Helena Rafnsdóttir 16, Kamilla Sól Viktorsdóttir 10/7 fráköst, Aliyah A'taeya Collier 10/7 fráköst/7 stoðsendingar, Vilborg Jonsdottir 10/5 fráköst/5 stoðsendingar, Lavina Joao Gomes De Silva 9/9 fráköst/5 stoðsendingar, Eva María Lúðvíksdóttir 6, Diane Diene 4/17 fráköst, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 2.

Fráköst: 33 í vörn, 18 í sókn.

Dómarar: Bjarki Þór Davíðsson, Helgi Jónsson.

Áhorfendur: 74

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert