ÍR og Njarðvík örugglega í undanúrslit

ÍR og Njarðvík eru komin áfram í undanúrslit.
ÍR og Njarðvík eru komin áfram í undanúrslit. mbl.is/Haraldur Jónasson / Hari

ÍR og Njarðvík eru komin áfram í undanúrslit VÍS-bikars karla í körfubolta eftir sigra á liðum úr 1. deildinni í átta liða úrslitum í kvöld. Liðin mætast í undanúrslitunum.

Njarðvík vann sannfærandi heimasigur á Haukum, 93:61. Njarðvík var með 51:37-forskot í hálfleik og hélt áfram að bæta í forskotið allan seinni hálfleikinn.

Fotios Lampropoulos skoraði 21 stig og tók sjö fráköst fyrir Njarðvík og Nicolas Richotti bætti við 16 stigum. Deion Bute skoraði 18 fyrir Hauka.

ÍR átti ekki í vandræðum með að vinna Sindra á útivelli, 91:66. ÍR var með 49:30 forskot í hálfleik og því var forystunni ekki ógnað í seinni hálfleik.

Sigvaldi Eggertsson fór á kostum og skoraði 31 stig og tók 11 fráköst fyrir ÍR og Collin Pryor skoraði 15 stig. Patrick Simon skoraði 20 fyrir Sindra.

mbl.is