Stjarnan fyrst í undanúrslit

Stjarnan er komin í undanúrslit.
Stjarnan er komin í undanúrslit. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjarnan tryggði sér sæti í undanúrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta með 92:81-sigri á heimavelli gegn Grindavík í átta liða úrslitum í kvöld.

Grindavík byrjaði betur og var með tólf stiga forskot í hálfleik, 49:37. Stjörnumenn voru snöggir að jafna metin og komast yfir í þriðja leikhluta og voru svo yfir allan fjórða leikhlutann.

Hilmar Smári Henningsson átti afar góðan leik fyrir Stjörnuna og skoraði 21 stig og tók 10 fráköst. Robert Turner skoraði 19 stig. Malik Benlevi skoraði 18 stig fyrir Grindavík.

Stjarnan mætir annaðhvort Keflavík eða Tindastóli í undanúrslitum en þau mætast síðar í kvöld.

mbl.is