Fékk ógeðfelld skilaboð frá fjárhættuspilara

Guðbjörg Sverrisdóttir með boltann í leiknum í gær.
Guðbjörg Sverrisdóttir með boltann í leiknum í gær. Unnur Karen

Guðbjörg Sverrisdóttir, leikmaður Vals í körfuknattleik kvenna, varð fyrir aðkasti ósátts fjárhættuspilara eftir að liðið laut í lægra haldi gegn Haukum í undanúrslitum bikarkeppninnar í gærkvöldi.

Nafnlaus fjárhættuspilari, sem virðist nú þegar hafa eytt aðgangi sínum, setti sig í samband við Guðbjörgu á Instagram og jós yfir hana fúkyrðum.

Helena Sverrisdóttir, systir Guðbjargar og leikmaður Hauka, benti á þetta á twitteraðgangi sínum og skildi lítið í þessari hegðun:

Fréttin hefur verið leiðrétt. Upphaflega var því haldið fram að Helena hafi sjálf fengið skilaboðin en reyndin var sú að Guðbjörg systir hennar fékk þau send.

mbl.is