Njarðvík leikur til úrslita eftir stórsigur

Logi Gunnarsson átti góðan leik fyrir Njarðvíkinga í kvöld.
Logi Gunnarsson átti góðan leik fyrir Njarðvíkinga í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Njarðvík tryggði sér sæti í úrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik, VÍS-bikarnum, þegar liðið vann stórsigur gegn ÍR í Ljónagryfjunni í Njarðvík í undanúrslitum keppninnar í kvöld.

Leiknum lauk með 109:87-sigru Njarðvíkinga sem náðu öruggu forskoti strax í fyrsta leikhluta og létu það aldrei af hendi eftir það.

Njarðvík mætir annaðhvort Stjörnunni eða Tindastól í úrslitaleik í Smáranum í Kópavogi á laugardaginn kemur.

Njarðvíkingar rúlluðu nokkuð sannfærandi í úrslitin. ÍR-ngar voru á löngum köflum algerlega sundurspilaðir þó þeir hafi einnig sýnt fína baráttu inná milli.  Þetta kvöldið mættu þeir einfaldlega töluvert betra liði. 

Það var kannski smá óvenjuleg tilfinning fyrir þessum undanúrslita leik en síðustu ár. Gamla fyrirkomulagið er notað þetta skiptið með því að fjögurra liða úrslit eru spiluð á heimavelli annars hvors liðsins á meðan síðustu ár hefur tíðkast að bæði undanúrslit og úrslit fara fram sömu helgina í Laugardalshöll. 

En leikurinn sem slíkur var eign Njarðvíkinga að mestu. ÍR sýndu fína baráttu í upphafi leiks og í upphafi seinni hálfleiks og þar með er upp talið.  Liðið svo sem lofar fínu en á langt í land að ná upp góðri spilamennsku í gegn.  Öfugt við heimamenn sem óhætt er að segja að líta út fyrir að vera búnir að koma saman sterkri liðsheild nú þegar.  Hvað eftir annað sýndi liðið gríðarlega huggulega takta með hraðri og fjölbreytri boltahreyfingu sem endaði í opnum skotum.  Eitt það allra skemmtilegasta sem sést hefur til þessa Njarðvíkurliðs í fjölda ára. 

Það hefur reynst þeim Njarðvíkum ansi erfitt „kana lottóið“ síðast liðin ár en þetta árið virðast þeir hafa náð að negla niður skemmtilegum leikmönnum sem sýndu huggulega takta á löngum stundum í kvöld. En án þess að nefna einhverja einstaklinga þá var það þessi liðsbolti sem þeir skörtuðu í kvöld að heilla margan körfuknattleiks áhugamanninn. 

Njarðvík 109:87 ÍR opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert