Sjö ár á milli bikarmeistaratitla

Leikmenn Hauka fagna í leikslok. Lovísa er númer 5.
Leikmenn Hauka fagna í leikslok. Lovísa er númer 5. mbl.is/Arnþór

Miðherjinn Lovísa Björt Henningsdóttir varð í dag bikarmeistari í í körfuknattleik í annað sinn með Haukum úr Hafnarfirði. 

Haukar unnu Fjölni 94:89 í úr­slita­leik VÍS-bik­ars­ins sem fram fór í Smár­an­um í Kópa­vogi. 

„Fjölnisliðið kom sterkt inn í leikinn og spilaði af hörku. En okkur tókst að halda ró okkar allan leikinn og komum sterkar til baka. Þegar þær áttu svör við einhverju þá tókst okkur að spila enn betur,“ sagði Lovísa þegar mbl.is spjallaði við hana að leiknum loknum. 

„Í svona leikjum skiptir mestu máli að halda ró sinni. Þær náðu góðum kafla í fyrsta leikhluta og svo kom að okkur á ná góðum kafla í öðrum leikhluta. Við vorum í úrslitaleik og vorum að spila við frábært lið. Það þýðir ekkert að slaka á en mikilægt að það sé ró yfir leikmönnum,“ sagði Lovísa í þann mund sem hún var dregin af þjálfara sínum inn í búningsherbergi til að fagna sigrinum.

Lovísa varð einnig varð bikarmeistari með Haukum árið 2014 en einungis tvær úr því liði voru einnig í liði Hauka í dag. Lovísa og Rósa Björk Pétursdóttir. 

Lovísa Björt Henningsdóttir.
Lovísa Björt Henningsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert