Tímamótasigur í Hafnarfirði

Haukar urðu í kvöld fyrsta íslenska kvennaliðið til að vinna Evrópuleik í körfuknattleik þegar liðið lagði portúgalska liðið Uniao Sportiva að velli 81:76 í fyrstu umferð Evrópubikarsins á Ásvöllum. 

Seinni leikur liðanna fer fram á heimavelli Uniao á Asoreyjum eftir viku, eða næsta fimmtudag. Liðið sem vinnur samanlagt kemst í riðlakeppnpi Evrópubikarsins. 

Haukar byrjuðu frábærlega á upphafsmínútunum og gáfu tóninn. Bjarni Magnússon stillti upp tveimur 18 ára gömlum leikmönnum í byrjunarliðinu, Elísabeth Ýr Ægisdóttur og Tinnu Guðrúnu Alexandersdóttur. Þeir hófu leikinn eins og þær hefðu aldrei gert annað á stuttri ævi en að spila Evrópuleiki og sóttu grimmt á körfuna hjá Sportiva. Þegar uppi var staðið skoraði Tinna 14 stig í leiknum og Elísabeth 11 stig. 

Lið Sportiva náði fljótt að komast inn í leikinn en Haukar voru yfir 20:18 að loknum fyrsta leikhluta. Leikurinn var í járnum megnið af leiknum og Haukar voru yfir 40:39 að loknum fyrri hálfleik. 

Haukar þurftu að taka Haiden Palmer út af í fyrri hálfleik þar sem hún fékk þrjár villur strax í fyrsta leikhluta. Palmer spilaði geysilega vel úr þessum vandræðum og komst í gegnum síðari hálfleikinn án þess að fá villu. Hún var mjög mikilvæg í leiknum og skoraði 24 stig. Helena fékk sína fimmtu villu og þar með brottvísun þegar rúmar tvær mínútur voru eftir. Það sem eftir er stjórnaði Palmer leik liðsins. 

Lítill munur var á liðunum í síðari hálfleik en Haukar voru yfirleitt yfir. Sportiva náði að jafna en ekki komast yfir þegar leið á leikinn. Þegar Helena fór út af höfðu Haukar náð átta stiga forskoti. Sportiva minnkaði það niður í þrjú áður en Palmer skoraði síðustu körfuna. Þar sem samanlögð úrslit gilda þá gætu þessi stig portúgalska liðsins skipt miklu máli. 

Það skýrist í síðari leik liðanna á Asóreyjum. Þangað til geta Haukakonur glaðst yfir því að hafa skrifað nýjan kafla í körfuboltasöguna hérlendis. 

Lið Hauka: Hai­den Pal­mer, Jana Fals­dótt­ir, Lovísa Henn­ings­dótt­ir, Tinna Guðrún Al­ex­and­er­dótt­ir, Rósa Björk Pét­urs­dótt­ir, Magda­lena Gísla­dótt­ir, Krist­ín Ríkey Ólafs­dótt­ir, Eva Mar­grét Kristjáns­dótt­ir, Sól­rún Inga Gísla­dótt­ir, Bríet Sif Hinriks­dótt­ir, Elísa­beth Ýr Ægis­dótt­ir, Helena Sverr­is­dótt­ir fyr­irliði. 

Haukar 81:76 Uniao Sportiva opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert