NBA hafnar beiðni um undanþágu vegna bólusetningar

Andrew Wiggins (t.v.) í leik með Minnesota Timberwolves fyrir nokkrum …
Andrew Wiggins (t.v.) í leik með Minnesota Timberwolves fyrir nokkrum árum. AFP

Forsvarsmenn NBA-deildarinnar í körfuknattleik hafa hafnað beiðni Andrews Wiggins, leikmanns Golden State Warriors, um að fá undanþágu fyrir bólusetningu vegna kórónuveirunnar á grundvelli trúarlegra ástæðna.

Þetta þýðir að Wiggins má ekki spila heimaleiki Golden State þar sem reglur í San Francisco kveða á um að allir sem eru 12 ára og eldri sem sækja stóra viðburði innandyra þurfi að hafa fengið bólusetningu vegna veirunnar.

Í tilkynningu frá NBA sagði að því gæti Wiggins ekki tekið þátt í heimaleikjum Golden State „þar til hann uppfyllir kröfur borgarinnar um bólusetningar“.

Wiggins bað um undanþágu á grundvelli trúar sinnar en þeirri beiðni var hafnað.

Fyrr á árinu hafði Wiggins látið hafa eftir sér að hann sæi ekki fram á að láta bólusetja sig þótt hann virti vilja annarra til þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert