Góð byrjun Selfyssinga

Gerald Robinson leikur nú með Selfyssingum.
Gerald Robinson leikur nú með Selfyssingum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Selfyssingar fóru vel af stað í 1. deild karla í körfuknattleik þegar þeir lögðu nágranna sína í Hamri, 93:80, í Hveragerði í fyrstu umferð deildarinnar í gærkvöld.

Gerald Robinson, hinn þrautreyndi bandaríski leikmaður sem hefur gert það gott með m.a. ÍR og Haukum og síðast Sindra á Hornafirði, er kominn til liðs við Selfyssinga og hann tók 17 fráköst í leiknum ásamt því að skora 14 stig.

Keppni í 1. deildinni hófst á Egilsstöðum á laugardaginn þar sem heimamenn í Hetti unnu yfirburðasigur á Hrunamönnum, 120:63.

Hamar - Selfoss 80:93

Gangur leiksins:: 2:11, 7:15, 11:17, 13:20, 16:23, 23:29, 25:37, 29:45, 38:53, 46:57, 56:63, 61:73, 66:77, 74:80, 76:86, 80:93.

Hamar: Pálmi Geir Jónsson 27/13 fráköst, Kristijan Vladovic 20/11 stoðsendingar, Haukur Davíðsson 14, Oddur Ólafsson 8/7 fráköst, Maciek Klimaszewski 8, Benjamín Þorri Benjamínsson 3.

Fráköst: 19 í vörn, 9 í sókn.

Selfoss: Trevon Lawayne Evans 27/5 fráköst/9 stoðsendingar, Gasper Rojko 20/5 fráköst, Gerald Robinson 14/17 fráköst, Vito Smojer 13, Óli Gunnar Gestsson 13, Ísar Freyr Jónasson 4/7 fráköst, Gabríel Douane Boama 2.

Fráköst: 26 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson, Ingi Björn Jónsson.

Áhorfendur: 233.

Höttur - Hrunamenn 120:63

MVA-höllin Egilsstöðum, 1. deild karla, 25. september 2021.

Gangur leiksins:: 2:6, 10:6, 18:10, 22:17, 27:25, 40:27, 48:31, 62:35, 72:42, 81:47, 87:47, 93:51, 98:51, 105:52, 113:55, 120:63.

Höttur: David Guardia Ramos 26/6 stoðsendingar, Timothy Guers 24/6 fráköst/5 stoðsendingar, Arturo Fernandez Rodriguez 19/6 stolnir, Matej Karlovic 18, Juan Luis Navarro 11/14 fráköst, Sigmar Hákonarson 7/6 stoðsendingar, Adam Eiður Ásgeirsson 5/6 fráköst, Brynjar Snær Gretarsson 3/4 fráköst, Jóhann Gunnar Einarsson 3, Sævar Elí Jóhannsson 2/4 fráköst, Sigurjón Trausti G. Hjarðar 2.

Fráköst: 29 í vörn, 14 í sókn.

Hrunamenn: Karlo Lebo 21/8 fráköst, Eyþór Orri Árnason 9/6 fráköst/6 stoðsendingar, Óðinn Freyr Árnason 8, Yngvi Freyr Óskarsson 7/5 fráköst, Orri Ellertsson 6, Hringur Karlsson 5, Aron Ernir Ragnarsson 2, Þórmundur Smári Hilmarsson 2, Kristófer Tjörvi Einarsson 2, Páll Magnús Unnsteinsson 1/4 fráköst.

Fráköst: 25 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Sveinn Björnsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert