Haukar unnu með 76 stiga mun

Emil Barja og félagar í Haukum fóru á kostum í …
Emil Barja og félagar í Haukum fóru á kostum í kvöld. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Haukar áttu ekki í miklum vandræðum með ÍA þegar liðin mættust í 1. deild karla í körfuknattleik á Akranesi í kvöld.

Lokatölur urðu 120:44 í hreint út sagt ótrúlegum körfuboltaleik.

Haukar féllu úr úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og ÍA þáði sæti í 1. deildinni skömmu fyrir mót.

Það kom enda í ljós að getumunurinn á liðunum var gífurlegur og sjaldséður 76 stiga sigur niðurstaðan.

ÍA - Haukar 44:120

Akranes - Vesturgata, 1. deild karla, 28. september 2021.

Gangur leiksins:: 4:12, 7:19, 7:23, 12:33, 12:49, 14:54, 19:62, 21:67, 23:75, 27:82, 29:90, 33:93, 33:98, 37:104, 39:112, 44:120.

ÍA: Nestor Elijah Saa 17/8 fráköst, Davíð Alexander H. Magnússon 9, Þórður Freyr Jónsson 6, Ómar Örn Helgason 4, Ásbjörn Baldvinsson 3, Baldur Freyr Ólafsson 3, Tómas Andri Bjartsson 2/4 fráköst.

Fráköst: 14 í vörn, 11 í sókn.

Haukar: Shemar Deion Bute 26/11 fráköst, Orri Gunnarsson 19/5 stoðsendingar, Jose Medina Aldana 18/7 stoðsendingar/7 stolnir, Emil Barja 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Gabríel Sindri Möller 9/4 fráköst/5 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 9/15 fráköst, Alex Rafn Guðlaugsson 9/6 fráköst, Ívar Alexander Barja 6, Haraldur Árni Sigurðsson 5, Kristján Leifur Sverrisson 4/6 fráköst, Ellert Þór Hermundarson 3, Nikulás Dóri Óskarsson 2.

Fráköst: 32 í vörn, 18 í sókn.

Dómarar: Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Elías Karl Guðmundsson.

Áhorfendur: 102

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert