Keflvík vann Vestra í tvíframlengdum leik

Valur Orri Valsson átti góðan leik fyrir Keflavík.
Valur Orri Valsson átti góðan leik fyrir Keflavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ríkjandi deildarmeistarar Keflavíkur þurftu heldur betur að hafa fyrir 101:99-sigrinum á Vestra í 1. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Úrslitin réðust eftir tvær framlengingar.

Keflavík var yfir stærstan hluta leiksins og var staðan í hálfleik 46:34, Keflavík í vil. Vestri saxaði á forskotið í þriðja leikhluta og var staðan fyrir fjórða leikhlutann 63:59. Keflavík tókst ekki að hrista nýliðana af sér og Ken-Jah Bosley jafnaði í 78:78 þegar fjórar sekúndur voru eftir og tryggði Vestra framlengingu.

Vestri komst í 89:85 í framlengingunni en Keflavík skoraði fjögur síðustu stigin og tryggði sér aðra framlengingu. Aftur byrjaði Vestri betur og náði fjögurra stiga forskoti, 98:94 en Keflavík var sterkari á lokasekúndunum og tryggðu sér sætan sigur.

David Okeke skoraði 23 stig og tók 15 fráköst fyrir Keflavík og Jaka Brodnik skoraði 23 stig og tók átta fráköst. Valur Orri Valsson skoraði 22 stig og gaf níu stoðsendingar.

Ken-Jah Bosley skoraði 33 stig fyrir Vestra og gaf átta stoðsendingar og Nemanja Knezevic skoraði 22 stig og tók 16 fráköst.

Gangur leiksins:: 4:6, 6:9, 12:17, 20:24, 25:28, 27:33, 31:41, 34:46, 38:53, 45:55, 50:59, 59:63, 61:65, 63:71, 73:74, 78:78, 84:82, 89:89, 95:92, 99:101.

Vestri: Ken-Jah Bosley 33/8 stoðsendingar, Nemanja Knezevic 22/16 fráköst/3 varin skot, Rubiera Rapaso Alejandro 18, Hilmir Hallgrímsson 11, Julio Calver De Assis Afonso 9/8 fráköst, Marko Jurica 6/6 fráköst.

Fráköst: 28 í vörn, 9 í sókn.

Keflavík: David Okeke 23/15 fráköst, Jaka Brodnik 23/8 fráköst, Valur Orri Valsson 22/6 fráköst/9 stoðsendingar, Dominykas Milka 12/8 fráköst, Magnús Pétursson 9, Halldór Garðar Hermannsson 6/5 fráköst/10 stoðsendingar, Ágúst Orrason 4, Arnór Sveinsson 2.

Fráköst: 33 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson, Bjarki Þór Davíðsson, Sigurbaldur Frimannsson.

Áhorfendur: 160

mbl.is