Á sjúkralistanum hjá Lakers

Trevor Ariza.
Trevor Ariza. AFP

Trevor Ariza verður væntanlega ekki leikfær með LA Lakers fyrr en eftir tvo mánuði en NBA-deildin hefst eftir liðlega viku. 

Ariza er á meðal þeirra leikmanna sem kom til Lakers í sumar. Hann var drjúgur fyrir Miami Heat á síðasta tímabili og skoraði þá 9 stig að meðaltali í leik og tók að jafnaði 5 fráköst. 

Ariza hefur verið í deildinni í sautján ár og leikið fyrir tíu lið. 

mbl.is