Grindvíkingar sterkari á lokamínútunum

Grindavíkingar höfðu betur gegn Þór frá Akureyri í kvöld.
Grindavíkingar höfðu betur gegn Þór frá Akureyri í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Ivan Aurrecoechea skoraði 17 stig fyrir Grindavík gegn sínum gömlu félögum þegar liðið tók á móti Þór frá Akureyri í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Subway-deildinni, í HS Orku-höllinni í Grindavík í kvöld.

Leiknum lauk með 69:61-sigri Grindavíkur en Aurrecoechea lék með Þórsurum á síðasta tímabili.

Grindvíkingar byrjuðu leikinn af krafti og voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 47:30, Grindavík í vil.

Þórsarar minnkuðu muninn í þriðja leikhluta í 55:54 og munaði einungis tveimur stigum á liðunum, 60:58, þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum. Grindvíkingar voru hins vegar sterkari á lokamínútunum og fögnuðu  átta stiga sigri.

Nahor Sharabani skoraði 15 stig fyrir Grindavík og Kristinn Pálsson 13 stig. Hjá Þórsurum var Jordan Connors stigahæstur með 23 stig og níu fráköst, þá skoraði Ragnar Ágústsson 12 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert