Framlengir í Njarðvík

Veigar Páll Alexanderson í leik með yngri landsliði Íslands
Veigar Páll Alexanderson í leik með yngri landsliði Íslands Ljósmynd/Karfan.is

Körfuboltamaðurinn Veigar Páll Alexandersson hefur framlengt samning sinn við úrvalsdeildar lið Njarðvíkur fram til ársins 2023.

Veigar er tvítugur og uppalinn í Njarðvík. Hann hefur verið hluti af öllum yngri landsliðum Íslands og er sífellt að fá stærra hlutverk í meistaraflokknum.

Njarðvík vann sannfærandi 107:82 sigur á Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í fyrstu umferð Subway-deildarinnar.

mbl.is