Fyrstu stig Hauka

Bikarmeistarnir eru komnar á blað í deildinni eftir að hafa …
Bikarmeistarnir eru komnar á blað í deildinni eftir að hafa tapað fyrir Njarðvík í fyrstu umferðinni. Lovísa (5) skoraði 20 stig í kvöld. mbl.is/Arnþór Birkisson

Bikarmeistarar Hauka náðu í fyrstu stigin í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld þegar liðið fór til Keflavíkur og vann 70:63 eftir jafnan leik. 

Miðherjinn Lovísa Björt Henningsdóttir var atkvæðamikil með 20 stig fyrir Hauka en tók einnig 6 fráköst. Haukar léku án Haiden Palmer sem líklega var hvíld þar sem mikið álag hefur verið hjá Haukum og minnkar ekki á næstunni þegar liðið leikur sex Evrópuleiki. 

Anna Ingunn Svansdóttir var stigahæst hjá Keflavík með 19 stig en gaf einnig 4 stoðsendingar. 

mbl.is