Jón Axel með stórleik í öruggum sigri

Jón Axel Guðmundsson lék einkar vel í kvöld.
Jón Axel Guðmundsson lék einkar vel í kvöld. Ljósmynd/FIBA

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson átti frábæran leik með Fortitudo Bologna þegar liðið vann öruggan 87:66 sigur gegn Pesaro í ítölsku A-deildinni í körfuknattleik karla í kvöld.

Jón Axel skoraði níu stig, tók þrjú fráköst, gaf 11 stoðsendingar og stal sex boltum í afar góðri og óeigingjarnri alhliða frammistöðu.

Þetta var fyrsti sigur Fortitudo Bologna í deildinni á tímabilinu eftir að tveir fyrstu leikirnir höfðu tapast.

Liðið er nú í 10. sæti af 16 í deildinni. Nágrannarnir í Virtus Bologna eru á toppi deildarinnar með fullt hús stiga að loknum þremur umferðum.

mbl.is