Martin fór á kostum gegn Real Madríd

Martin Hermannsson átti stórleik fyrir Valencia í kvöld.
Martin Hermannsson átti stórleik fyrir Valencia í kvöld. Ljósmynd/@YarisahaBasket

Martin Hermannsson bar af þegar lið hans Valencia tapaði 79:93 gegn stórveldinu Real Madríd í spænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik karla í kvöld.

Martin var stigahæstur allra í leiknum með 20 stig, auk þess sem hann tók tvö fráköst og gaf sex stoðsendingar fyrir liðsfélaga sína.

Valencia hefur farið nokkuð rólega af stað á tímabilinu þar sem liðið hefur unnið tvo af fimm leikjum sínum í deildinni til þessa.

Real Madríd hefur hins vegar unnið alla fimm leiki sína hingað til.

mbl.is