Irving mun ekki æfa með Brooklyn að óbreyttu

Kyrie Irving.
Kyrie Irving. AFP

NBA-liðið Brooklyn Nets tilkynnti í dag að ein skærasta stjarna deildarinnar, Kyrie Irving, muni hvort æfa né leika með liðinu á meðan hann er óbólusettur. 

Deild­in og leik­manna­sam­tök NBA komust að sam­komu­lagi á dög­un­um um að óbólu­sett­ir leik­menn sem missa af leikj­um vegna svæðis­bund­inna reglna í tengsl­um við bólu­setn­ing­ar muni þurfa að taka á sig launa­lækk­an­ir fyr­ir hvern leik sem þeir missa af. Irving er einn þeirra sem ekki vill láta bólusetja sig eins og fram hefur komið. 

Lög og reglur geta verið mismunandi í ríkjunum sem mynda Bandaríkin og því var spurning um hvort Kyrie Irving myndi geta spilað einhverja útileiki með Brooklyn þótt hann megi ekki spila í New York. 

Það verður ekki reynt samkvæmt tilkynningunni frá Brooklyn Nets. Sean Marks framkvæmdastjóri liðsins er skrifaður fyrir tilkynningunni og segir að Irving verði hvort með liðinu á æfingum né í leikjum ef hann getur á annað borð ekki tekið fullan þátt í verkefnum liðsins. 

Hann ítrekar að Irving hafi rétt á því að ákveða sjálfur hvort hann þiggi bólusetningu eða ekki og félagið virði það. 

mbl.is