Naumt tap á heimavelli

Ægir Þór Steinarsson stal boltanum fjórum sinnum.
Ægir Þór Steinarsson stal boltanum fjórum sinnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ægir Þór Steinarsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, er greinilega í stóru hlutverki hjá spænska liðinu Gipuzkoa. 

Ægir fór á kostum í fyrsta deildarleiknum fyrir liðið á dögunum en liðið leikur í næstefstu deild á Spáni. 

Liðið tók á móti Caceres á heimavelli í dag og tapaði naumlega 74:76. Enginn lék meira en Ægir hjá Gipuzkoa í dag en hann var inn á í 34 mínútur. Ægir skoraði 14 stig, stal boltanum fjórum sinnum, gaf þrjár stoðsendingar og tók tvö fráköst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert