Velgengni Njarðvíkinga heldur áfram

Diane Diene og Vilborg Jónsdóttir fyrirliði Njarðvíkur.
Diane Diene og Vilborg Jónsdóttir fyrirliði Njarðvíkur. mbl.is/Unnur Karen

Nýliðar Njarðvíkur hafa komið skemmtilega á óvart í byrjun keppnistímabilsins í Subway-deild kvenna í körfuknattleik. 

Njarðvík hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína í deildinni en í kvöld fór liðið til Grindavíkur og vann 67:58. Grindavík er með 2 stig eftir þrjá leiki en Njarðvík er efsta sæti með 6 stig eins og Valur. 

Grindavík var yfir 34:32 að loknum fyrri hálfleik en Njarðvík vann síðasta leikhlutann með átta stiga mun og tryggði sér þá sigurinn. 

Aliyah Collier var stigahæst hjá Njarðvík með 25 stig, tók 10 fráköst, gaf 7 stoðsendingar og stal boltanum fjórum sinnum. 

Robbi Ryan skoraði mest hjá Grindavík eða 16 stig og tók 12 fráköst. 

Grindavík - Njarðvík 58:67

HS Orku-höllin, Subway deild kvenna, 13. október 2021.

Gangur leiksins:: 3:0, 9:6, 12:12, 15:19, 20:20, 24:22, 30:27, 34:32, 36:40, 40:42, 42:44, 48:49, 48:51, 53:55, 55:60, 58:67.

Grindavík: Robbi Ryan 16/12 fráköst, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 13/5 fráköst, Edyta Ewa Falenzcyk 12/4 fráköst, Hekla Eik Nökkvadóttir 6, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 5, Hulda Björk Ólafsdóttir 3/10 fráköst, Arna Sif Elíasdóttir 3.

Fráköst: 29 í vörn, 8 í sókn.

Njarðvík: Aliyah A'taeya Collier 25/10 fráköst/7 stoðsendingar, Diane Diene 15/6 fráköst, Lavina Joao Gomes De Silva 15/6 fráköst, Helena Rafnsdóttir 7, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 3, Kamilla Sól Viktorsdóttir 2.

Fráköst: 21 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson, Johann Gudmundsson, Sigurður Jónsson.

Áhorfendur: 163

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert