Haukar hefja leik í riðlakeppninni í kvöld

Tinna Guðrún Alexandersdóttir í leik Hauka gegn portúgalska liðinu Uniao …
Tinna Guðrún Alexandersdóttir í leik Hauka gegn portúgalska liðinu Uniao Sportiva, sem Haukar slógu út í undankeppni Evrópubikarsins. Eggert Jóhannesson

Kvennalið Hauka í körfuknattleik mætir franska liðinu Villeneuve í Ólafssal á Ásvöllum í riðlakeppni Evrópubikarsins í kvöld.

Um er að ræða fyrsta leik liðsins í L-riðli keppninnar þar sem tékkneska liðið Brno og annað franskt lið, Tar­bes eru einnig.

Kvennalið Hauka er fyrsta íslenska liðið sem tryggir sér sæti í riðlakeppni Evrópubikarsins og leikur kvöldsins því sögulegur fyrir Hauka og íslenskan körfuknattleik.

Fyrir áhugasama sem eiga ekki heimangengt á Ásvelli í kvöld má sjá leikinn í beinni útsendingu á YouTube-síðu Alþjóðakörfuknattleikssambandsins, FIBA:

mbl.is