Hrunamenn í miklu stuði

Hrunamenn skoruðu 108 stig í kvöld.
Hrunamenn skoruðu 108 stig í kvöld. Ljósmynd/Facebooksíða Hrunamanna

Hrunamenn unnu stórsigur gegn Fjölnismönnum 108:74 í 1. deild karla í körfuknattleik í kvöld, þeirri næstefstu á Íslandsmótinu.

Hrunamenn eru með 4 stig í deildinni eftir fjóra leiki en Fjölnir er með 2 stig eftir fjóra leiki. Liðin sem féllu úr úrvalsdeildinni, Haukar og Höttur, eru efst með 6 stig eftir þrjá leiki. 

Hrunamenn - Fjölnir 108:74

Flúðir, 1. deild karla, 14. október 2021.

Gangur leiksins:: 5:3, 11:7, 20:9, 22:11, 27:13, 38:23, 48:30, 62:36, 65:46, 71:52, 75:54, 81:57, 89:67, 100:70, 103:72, 108:74.

Hrunamenn: Karlo Lebo 23/11 fráköst, Clayton Riggs Ladine 21, Kent David Hanson 19/9 fráköst/6 stoðsendingar, Eyþór Orri Árnason 16/5 stoðsendingar, Þórmundur Smári Hilmarsson 11, Orri Ellertsson 8/4 fráköst, Yngvi Freyr Óskarsson 8/10 fráköst, Kristófer Tjörvi Einarsson 2.

Fráköst: 21 í vörn, 20 í sókn.

Fjölnir: Mirza Sarajlija 24, Dwayne Ross Foreman Jr. 20/5 fráköst, Viktor Máni Steffensen 13/6 fráköst/7 stoðsendingar, Daníel Ágúst Halldórsson 6, Rafn Kristján Kristjánsson 6/4 fráköst, Karl Ísak Birgisson 4, Ísak Örn Baldursson 1.

Fráköst: 10 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Helgi Jónsson, Ingi Björn Jónsson.

Áhorfendur: 88

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert