Tindastóll vann framlengdan spennuleik í Frostaskjóli

Shawn Glover í baráttunni með KR gegn sínum gömlu félögum …
Shawn Glover í baráttunni með KR gegn sínum gömlu félögum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Tindastóll er með fullt hús stiga eftir tvo leiki í Subway-deild karla í fótbolta en Skagfirðingar unnu sætan 83:82-sigur á KR á útivelli í framlengdum spennuleik í Frostaskjóli í kvöld.

Liðin skiptust á að vera með forskotið framan af. KR náði mest ellefu stiga forskoti á meðan Tindastóll náði mest sjö stiga forskoti.

KR var með 44:34-forskot í hálfleik, en með góðum þriðja leikhluta tókst Tindastóli að jafna og komast yfir. Eftir æsispennandi fjórða leikhluta var ljóst að þurfti að framlengja, þar sem staðan var 76:76.

Að lokum reyndist Tindastóll sterkari því Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði sigurkörfuna fyrir utan þriggja stiga línuna þegar sex sekúndur voru eftir. Stuttu á undan hafði Shawn Glover, fyrrverandi leikmaður Tindastóls, komið KR einu stigi yfir.

Javon Bess var stigahæstur hjá Tindastóli með 27 stig og Taiwo Badmus skoraði 16. Áðurnefndur Glover var stigahæstur hjá KR með 23 stig og þeir Dani Koljanin og Adama Darbo gerðu 17 stig hvor.

KR - Tindastóll 82:83

Meistaravellir, Subway deild karla, 14. október 2021.

Gangur leiksins:: 2:2, 6:8, 11:8, 13:16, 21:19, 30:23, 38:29, 41:34, 48:39, 48:46, 53:54, 58:57, 60:62, 65:70, 72:74, 76:76, 82:78, :83.

KR: Shawn Derrick Glover 23/11 fráköst, Adama Kasper Darbo 17/7 fráköst, Dani Koljanin 17/9 fráköst, Björn Kristjánsson 14/4 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 6/13 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 5.

Fráköst: 38 í vörn, 9 í sókn.

Tindastóll: Javon Anthony Bess 27/5 fráköst, Taiwo Hassan Badmus 16/8 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 15/8 fráköst/3 varin skot, Sigtryggur Arnar Björnsson 12/4 fráköst, Viðar Ágústsson 8, Axel Kárason 3, Pétur Rúnar Birgisson 1/5 stoðsendingar, Thomas Kalmeba-Massamba 1/6 fráköst/6 stoðsendingar.

Fráköst: 26 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Bjarki Þór Davíðsson, Friðrik Árnason.

Áhorfendur: 167

Körfuboltinn í beinni opna loka
kl. 22:08 Leik lokið KR 82:83 Tindastóll - Glover klikkar á síðasta skotinu og Tindastóll vinnur sætan sigur í Frostaskjóli!
mbl.is