Óvíst hvenær Hildur verður leikfær

Hildur Björg Kjartansdóttir.
Hildur Björg Kjartansdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Óvíst er hvenær Hildur Björg Kjartansdóttir, landsliðskona í körfuknattleik, verður leikfær á ný en hún fékk höfuðáverka á æfingu hjá Val á undirbúningstímabilinu. 

Hildur hefur ekki tekið þátt í fyrstu leikjum Íslandsmeistara Vals í Subway-deildinni og mbl.is hafði samband við hana í dag til að spyrja frétta.

„Ég er í bataferli en það getur í raun enginn sagt mér hvenær ég verði klár í slaginn.  Ég get því lítið sagt um hvenær ég get spilað á ný þar sem ég veit það ekki sjálf. Þetta er hins vegar á réttri leið en gengur hægt,“ sagði Hildur Björg í samtali við mbl.is 

„Ég fékk högg á æfingu í haust en ég fékk einnig höfuðhögg í leik síðasta vetur. Þá var ég lengi að jafna mig. Ég er með sérfræðinga sem hjálpa mér að vinna í þessum málum og gerum allt sem við getum til að ég nái mér.“

Hildur er í lykilhlutverki hjá Val og hefur einnig verið á meðal allra bestu leikmanna íslenska landsliðsins síðustu ár. Næstu leikir hjá landsliðinu eru um miðjan nóvember. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert