Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum

Keflavík og KR munu mætast.
Keflavík og KR munu mætast. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Síðustu fimm leikir 32-liða úrslita VÍS-bikars karla í körfuknattleik fóru fram í kvöld. Þegar var búið að draga í 16-liða úrslitin og því er ljóst hvaða lið munu mætast í þeim.

Öll 12 úrvalsdeildarliðin taka þátt í 16-liða úrslitunum, ásamt 1. deildarliðum Hauka, Selfoss, Álftaness og Hattar.

16-liða úrslitin:

Vestri – Haukar
Tindastóll – Stjarnan
Selfoss - Þór Þorlákshöfn
Þór Akureyri – ÍR
Álftanes – Njarðvík
Breiðablik – Valur
Grindavík – Höttur
Keflavík - KR

mbl.is