Keflavík skoraði meira en 100 stig

Anna Ingunn Svansdóttir skoraði fimm þriggja stiga körfur.
Anna Ingunn Svansdóttir skoraði fimm þriggja stiga körfur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Keflavík vann nágranna sína úr Grindavík í miklum stigaleik í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í Keflavík í kvöld. 

Keflavík rauf 100 stiga múrinn svokallaða í kvöld og vann 105:85. Keflavík náði ellefu stiga forskoti í fyrsta leikhluta og lét forskotið ekki af hendi. Að loknum fyrri hálfleik var Keflavík yfir 51:35. 

Anna Ingunn Svansdóttir heldur áfram að skora mikið fyrir Keflavík og var stigahæst með 27 stig í kvöld. Setti hún niður fimm þrista af níu. Ólöf Rún Óladóttir var næststigahæst með 16 stig. Robbi Ryan var stigahæst með 34 stig hjá Grindavík. 

Keflavík er með sex stig eins og Njarðvík og hefur unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum. Eru þau tveimur stigum á eftir Val sem er á toppnum. Grindavík er með 2 stig eins og Fjölnir og Breiðablik í neðri hlutanum. 

Keflavík - Grindavík 105:85

Blue-höllin, Subway deild kvenna, 20. október 2021.

Gangur leiksins:: 9:7, 16:8, 23:13, 28:15, 34:24, 40:32, 46:34, 51:45, 57:50, 62:54, 72:58, 75:66, 80:72, 85:76, 95:82, 105:85.

Keflavík: Anna Ingunn Svansdóttir 27/5 stoðsendingar, Ólöf Rún Óladóttir 16, Daniela Wallen Morillo 15/12 fráköst/9 stoðsendingar/7 stolnir, Tunde Kilin 15/6 stoðsendingar, Eygló Kristín Óskarsdóttir 10/4 fráköst/3 varin skot, Agnes María Svansdóttir 9, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 7/6 fráköst, Anna Lára Vignisdóttir 3, Katla Rún Garðarsdóttir 3/6 stoðsendingar.

Fráköst: 18 í vörn, 10 í sókn.

Grindavík: Robbi Ryan 34/12 fráköst/6 stoðsendingar, Edyta Ewa Falenzcyk 21/7 fráköst, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 9, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 8/4 fráköst, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 8, Hulda Björk Ólafsdóttir 3/4 fráköst, Arna Sif Elíasdóttir 2.

Fráköst: 19 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Bjarki Þór Davíðsson, Ingi Björn Jónsson.

Áhorfendur: 103

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert