Fyrirliðinn spilar ekki í kvöld

Logi Gunnarsson meiddist í síðasta leik.
Logi Gunnarsson meiddist í síðasta leik. mbl.is/Kristinn Magnússon

Logi Gunnarsson fyrirliði toppliðs Njarðvíkinga í úrvalsdeild karla í körfuknattleik mun ekki spila með félögum sínum í kvöld þegar liðið mætir Grindavík.

Logi meiddist í síðasta leik gegn Valsmönnum nú á föstudag.  „Fyrsta skoðun á þessu kom ágætlega út hjá lækni en þetta kemur allt betur í ljós þegar ég fer í myndatöku í dag eða á morgun,“ sagði Logi í samtali við mbl.is.

„Nico (Richotti) lenti í samstuði við mótherja og datt af fullum þunga á mig þannig að hnéð sveigðist í raun svolítið umfram getu. Ég reyndar spilaði nokkrar mínútur eftir þetta en bað svo um skiptingu,“ bætti Logi við. Logi segist temmilega vongóður en er vissulega meðvitaður um að meiðslin gætu verið af slæmum toga.

mbl.is