Fyrsta tap Njarðvíkinga

Veigar Páll Alexandersson sækir að körfu Grindvíkinga í kvöld.
Veigar Páll Alexandersson sækir að körfu Grindvíkinga í kvöld. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Grindvíkingar fögnuðu sigri þegar Grindavík og Njarðvík mættust í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Subway-deildinni, í HS Orkuhöllinni í Grindavík í kvöld.

Grindvíkingar urðu þar með fyrstir til að leggja Njarðvíkinga að velli í deildinni. 87:82 urðu lokatölur þetta kvöldið eftir nokkuð harðan er skemmtilegan leik. Njarðvíkingar höfðu unnið þrjá fyrstu leiki sína í deildinni en Grindvíkingar eru nú einnig með 6 stig.

<br/><br/>

Það var í raun fyrst og seinast sá varnarleikur sem að heimamenn beittu gegn hinu fyrna sterka sóknarliði Njarðvíkinga sem skóp þennan sigur fyrir heimamenn. Þeir spiluðu megnið að leiknum mjög harðan og fastan varnarleik og gengu nákvæmlega eins langt og dómarar leiksins leyfðu. Sóknarleikur Njarðvíkinga riðlast við þetta þó hann hafi vissulega haldið sjó allt til loka leiks að mestu.

<br/><br/>

Sigurinn gat hinsvegar dottið hvoru megin þetta kvöldið en á loka kaflanum spilaðist þetta einfaldlega uppí hendurnar á Grindvíkingum sem kláruðu vel á vítalínunni. Þegar á heildina er litið fannst manni einhvernvegin Grindvíkinga sprækari þetta kvöldið. Þeir börðust vel allt til síðustu mínútu drifnir áfram af sínum leiðtoga, Ólafi Ólafssyni sem spilaði fanta vel þetta kvöldið á báðum endum vallarins. Maður leiksins rennur í fangið á honum þetta kvöldið án nokkurs vafa. Það vó þungt hjá Njarðvíkingum að megnið af fyrri hálfleik þurfti Fotis Lapropoulus miðherji þeirra að hvíla mikið sökum villu vandræða.

<br/><br/>

Grindvíkingar hafa verið sagðir óheppnir með sína erlendu leikmenn hingað til en það er ekki að sjá annað en að lið þeirra sé bara ansi vel skipað, þó svo að ekki sé til einhver "súper kani" sem klárar allt fyrir þá. Miðað við kvöldið þá sást stórglæsileg liðsheild sem var tilbúin að berjast fyrir hvorn annan. En deildin er jöfn og þetta mun koma til með að gerast í allan vetur. Lið að taka stig af hvort öðru þó um sé að ræða þau lið sem spáð var í efri hluta og svo þeim sem var spáð neðar. Líkast til hefur aldrei verið erfiðara að spá í úrvalsdeild karla í körfuknattleik.

Grindavík - Njarðvík 87:82

HS Orku-höllin, Subway deild karla, 25. október 2021.

Gangur leiksins:: 5:7, 10:15, 12:20, 21:22, 28:28, 37:34, 43:38, 43:44, 49:49, 53:53, 61:56, 67:65, 70:67, 75:73, 78:79, 87:82.

Grindavík: Ólafur Ólafsson 25/7 fráköst, Ivan Aurrecoechea Alcolado 24/17 fráköst, Travis James Atson 14/5 fráköst, Naor Sharabani 9/9 stoðsendingar, Kristinn Pálsson 6, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 6, Kristófer Breki Gylfason 3.

Fráköst: 25 í vörn, 13 í sókn.

Njarðvík: Nicolas Richotti 18/5 fráköst, Veigar Páll Alexandersson 16/5 fráköst, Mario Matasovic 15/8 fráköst, Fotios Lampropoulos 15/12 fráköst, Dedrick Deon Basile 10/6 fráköst/11 stoðsendingar, Maciek Stanislav Baginski 5, Ólafur Helgi Jónsson 3.

Fráköst: 31 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Gunnlaugur Briem, Bjarki Þór Davíðsson, Johann Gudmundsson.

Áhorfendur: 200

Grindavík 82:81 Njarðvík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert