Keflavík tryggði sér sigur á elleftu stundu

Dominykas Milka sýndi sínar bestu hliðar í kvöld.
Dominykas Milka sýndi sínar bestu hliðar í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Keflavík lagði Val að velli 79:78 í Subway-deild karla í körfuknattleik í Keflavík í kvöld. 

Keflavík er þar með búið að safna saman tólf stigum í fyrstu sjö leikjunum eins og Íslandsmeistararnir frá Þorlákshöfn. Valur er með átta stig eftir sjö leiki og hefði því með sigri jafnað við Keflavík. 

Sigur Keflvíkinga var ævintýralegur því Valur var með boltann í stöðunni 78:77 fyrir Val. Valur Orri Valsson stal boltanum þegar um tíu sekúndur voru eftir. Hann reyndi skot sem missti marks en Jaka Brodnik tók frákastið. Skottilraun hans geigaði einnig en þá kom Litháinn sterki Dominykas Milka til skjalanna. Tók frákast og skoraði sigurkörfuna með síðasta skoti leiksins. 

Keflavík - Valur 79:78

Blue-höllin, Subway deild karla, 19. nóvember 2021.

Gangur leiksins:: 7:0, 9:4, 13:10, 19:14, 21:21, 21:29, 31:34, 37:35, 42:40, 48:44, 56:51, 64:57, 64:64, 68:67, 74:73, 79:78.

Keflavík: Dominykas Milka 26/13 fráköst, Calvin Burks Jr. 14, David Okeke 9/11 fráköst, Valur Orri Valsson 9, Jaka Brodnik 8/6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 6/10 stoðsendingar, Ágúst Orrason 3, Þröstur Leó Jóhannsson 2, Halldór Garðar Hermannsson 2.

Fráköst: 27 í vörn, 13 í sókn.

Valur: Kristófer Acox 16/13 fráköst, Pablo Cesar Bertone 15/5 fráköst/6 stoðsendingar, Kári Jónsson 12/5 fráköst, Hjálmar Stefánsson 11, Callum Reese Lawson 10, Benedikt Blöndal 9, Pavel Ermolinskij 5/5 fráköst/9 stoðsendingar.

Fráköst: 23 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Gunnlaugur Briem, Davíð Kristján Hreiðarsson.

Áhorfendur: 134

mbl.is