Sjötti sigurinn í röð

Lárus Jónsson hefur náð frábærum árangri með lið Þórs frá …
Lárus Jónsson hefur náð frábærum árangri með lið Þórs frá Þorlákshöfn. Hann þjálfaði áður andstæðinga kvöldsins í Þór Akureyri. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Íslandsmeistararnir í Þór frá Þorlákshöfn unnu stórsigur gegn Þór frá Akureyri í Subway-deild karla í körfuknattleik í Þorlákshöfn í kvöld 110:81. 

Akureyriingar höfðu þó þriggja stiga forskot að loknum fyrsta leikhluta en að loknum fyrri hálfleik var staðan 53:50 fyrir heimamenn. 

Í þriðja leikhluta skildu leiðir og meistararnir lönduðu sigrinum af miklu öryggi í síðasta leikhlutanum. 

Þór Þorlákshöfn er með 12 stig eftir sjö leiki og hefur liðið unnið sex deildarleiki í röð. Liðið er í efsta sæti sem stendur en Akureyringar eru á botninum án stiga.

Glynn Watson skoraði 24 stig fyrir Þór Þ. og gaf 12 stoðsendingar. Atle Ndiaye var stigahæstur hjá Þór Ak. með 25 stig. 

Þór Þ. - Þór Ak. 110:81

Icelandic Glacial höllin, Subway deild karla, 19. nóvember 2021.

Gangur leiksins:: 2:8, 6:18, 16:21, 24:27, 28:37, 43:42, 49:45, 53:50, 64:50, 74:53, 81:60, 89:67, 93:67, 104:71, 108:75, 110:81.

Þór Þ.: Glynn Watson 24/5 fráköst/12 stoðsendingar, Daniel Mortensen 21/8 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 16, Luciano Nicolas Massarelli 11/5 fráköst/7 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 9/5 fráköst, Tómas Valur Þrastarson 9, Ronaldas Rutkauskas 8/21 fráköst, Emil Karel Einarsson 7/4 fráköst, Ísak Júlíus Perdue 3, Jónas Bjarki Reynisson 2.

Fráköst: 30 í vörn, 21 í sókn.

Þór Ak.: Atle Bouna Black Ndiaye 25/7 fráköst, Jérémy Jean Bernard Landenbergue 17/5 fráköst, Dúi Þór Jónsson 16/7 stoðsendingar, Eric Etienne Fongue 9/4 fráköst, Ragnar Ágústsson 7/5 fráköst, Baldur Örn Jóhannesson 5, Hlynur Freyr Einarsson 2.

Fráköst: 23 í vörn, 3 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Jakob Árni Ísleifsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson.

Áhorfendur: 100


 

mbl.is