Íslandsmeistararnir ekki í vandræðum með nýliðana

Hekla Eik Nökkvadóttir og Ameryst Alston í baráttunni í dag.
Hekla Eik Nökkvadóttir og Ameryst Alston í baráttunni í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals fengu nýliða Grindavíkur í heimsókn í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Subway-deildinni, í dag. Valskonur sýndu mátt sinn og megin og unnu afar öruggan 95:61 sigur.

Til að byrja með var nokkurt jafnræði með liðunum en í öðrum leikhluta stungu Valskonur af og leiddu með 19 stigum, 49:30, í hálfleik.

Eftir það var eftirleikurinn auðveldur þar sem Valur jók forskot sitt jafnt og þétt.

Niðurstaðan að lokum 34 stiga stórsigur.

Ameryst Alston átti enn einn stórleikinn fyrir Val og náði tvöfaldri tvennu er hún skoraði 28 stig og gaf 11 stoðsendingar að auki.

Landsliðskonan Ásta Júlía Grímsdóttir náði einnig tvöfaldri tvennu fyrir Val. Skoraði hún 18 stig og tók 13 fráköst að auki.

Edyta Ewa Falenczyk var stigahæst Grindavíkurkvenna með 21 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert