LeBron James rekinn í bað

LeBron James gengur af velli í Michigan í nótt.
LeBron James gengur af velli í Michigan í nótt. AFP

Stórstjarnan LeBron James mátti gera sér að góðu að vera rekinn í bað af dómurum leiksins þegar Los Angeles Lakers vann Detroit Pistons í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt. 

James gaf Isaiah Stewart leikmanni Detroit olnbogaskot þegar þeir börðust um frákast og fékk Stewart skurð fyrir ofan augað. James hefur leikið 1.318 leiki í NBA og var þetta aðeins í annað sinn sem hann er rekinn af velli. Lakers hafði þó betur í leiknum 121:116. 

Isaiah Stewart fyrir miðri mynd varð blóðillur eftir olnbogaskotið en …
Isaiah Stewart fyrir miðri mynd varð blóðillur eftir olnbogaskotið en leikmenn liðanna skökkuðu leikinn. AFP

Phoenix Suns, sem lét til úrslita á síðasta tímabili, er á mikilli siglingu og hefur unnið tólf leiki í röð. Phoenix vann Denver 126:97 en þess ber að geta að Denver er án Nikola Jokic þessa dagana. Cameron Johnson skoraði 22 stig fyrir Phoneix. 

Úrslit: 

LA Clippers - Dallas 97:91
Detroit - LA Lakers 116:121
Chicago - New York 109:103
Phoenix - Denver 126:97
Golden State - Toronto 119:104

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert