Stórleikur Ryan tryggði Grindavík sigur

Robbi Ryan skoraði 38 stig fyrir Grindavík.
Robbi Ryan skoraði 38 stig fyrir Grindavík. mbl.is/Óttar Geirsson

Robbi Ryan fór á kostum í liði Grindavíkur þegar liðið tók á móti Breiðablik í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Subway-deildinni, í HS Orku-höllinni í Grindavík í áttundu umferð deildarinnar í kvöld.

Ryan gerði sér lítið fyrir og skoraði 38 stig, ásamt því að taka ellefu fráköst og gefa fimm stoðsendingar, en leiknum lauk með 90:75-sigri Grindavíkur.

Grindavík leiddi með 17 stigum í hálfleik, 53:36, og Breiðablik tókst ekki að snúa leiknum sér í vil í síðari hálfleik.

Hulda Björk Ólafsdóttir skoraði 11 stig fyrir Grindavík en Anna Soffía Lárusdóttir var stigahæst í liði Breiðabliks með 27 stig.

Grindavík er með 6 stig í sjötta sæti deildarinnar en Breiðablik er í sjöunda sætinu með 2 stig.

Gangur leiksins:: 9:7, 12:15, 24:21, 29:24, 36:24, 41:31, 45:33, 53:36, 57:38, 60:46, 70:48, 72:50, 76:57, 84:61, 87:68, 90:75.

Grindavík: Robbi Ryan 38/11 fráköst/5 stoðsendingar, Hulda Björk Ólafsdóttir 11/4 fráköst, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 10/8 fráköst, Edyta Ewa Falenzcyk 9/9 fráköst, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 6/5 fráköst, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 5, Arna Sif Elíasdóttir 4/5 fráköst, Hekla Eik Nökkvadóttir 4/6 stoðsendingar, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 3.

Fráköst: 28 í vörn, 18 í sókn.

Breiðablik: Anna Soffía Lárusdóttir 27/6 fráköst, Iva Georgieva 18/8 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 15/4 fráköst/5 stoðsendingar, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 8, Birgit Ósk Snorradóttir 4/6 fráköst, Anna Lóa Óskarsdóttir 3/5 fráköst.

Fráköst: 20 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Johann Gudmundsson, Stefán Kristinsson.

Áhorfendur: 40

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert