Fjórtándi sigurinn í röð

Devin Booker skoraði 35 stig.
Devin Booker skoraði 35 stig. AFP

Phoenix Suns vann í nótt fjórtánda leikinn í röð í NBA-deildinni í körfuknattleik þegar liðið fór til Ohio og vann Cleveland Cavaliers 120:115.

Devin Booker bætir sig jafnt og þétt en hann skoraði 35 stig fyrir Phoenix í nótt. Gamla brýnið Chris Paul stýrir leik liðsins vel á vellinum og gaf 12 stoðsendingar. Cleveland lék vel þrátt fyrir tapið en Jarrett Allen var stigahæstur með 25 stig.

Phoenix lék til úrslita á síðasta tímabili og er nú með næstbesta árangurinn í Vesturdeildinni eftir að hafa unnið 15 af fyrstu 18 leikjunum. En það gengur víðar vel en í Arizona því Golden State Warriors er með besta árangurinn vestan megin. Golden State hefur unnið 16 af fyrstu 18 leikjunum og hefur unnið fimm leiki í röð.

Golden State vann Philadelphia 76ers 116:96 í Kaliforníu og skoraði snillingurinn Stephen Curry 25 stig.

Úrslit: 

Cleveland Cavaliers - Phoenix Suns 115:120
Indiana Pacers - LA Lakers 116:124
Orlando Magic - Charlotte Hornets
Boston Celtics - Brooklyn Nets 104:123
Houston Rockets - Chicago Bulls 118:113
Memphis Grizzlies - Toronto Raptors 113:126
Milwaukee Bucks - Detroit Pistons 114:93
Minnesota Timberwolves - Miami Heat 113:101
New Orleans Pelicans - Washington Wizards 127:102
Oklahoma City Thunder - Utah Jazz 104:110
San Antonio Spurs - Atlanta Hawks 106:124
Golden State Warriors - Philadelphia 76ers 116:96
Sacramento Kings - Portland Trail Blazers 125:121

mbl.is