Smit hjá Austfirðingum

Frá leik Hattar á síðustu leiktíð.
Frá leik Hattar á síðustu leiktíð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Allir leikmenn og þjálfarar karlaliðs Hattar í körfubolta eru komnir í sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist í leikmannahópi liðsins.

Leik Hattar og Fjölnis, sem átti að fara fram á morgun, hefur verið frestað vegna þessa.

Í fréttatilkynningu Hattar kemur fram að smitaðir leikmenn liðsins séu við góða heilsu og með væg einkenni.

Höttur er í öðru sæti 1. deildarinnar með 16 stig eftir níu leiki.

mbl.is