KR-ingar réðu ekkert við Okeke

Adama Darbo í baráttunni við David Okeke í Vesturbænum í …
Adama Darbo í baráttunni við David Okeke í Vesturbænum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

David Okeke fór mikinn fyrir Keflavík þegar liðið vann 20 stiga sigur gegn KR í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Subway-deildinni, á Meistaravöllum í Vesturbæ í áttundu umferð deildarinnar í kvöld.

Okeke skoraði 24 stig og tók tólf fráköst en leiknum lauk með 108:88-sigri Keflavíkur.

KR-ingar byrjuðu leikinn betur og leiddu 31:25 eftir fyrsta leikhluta. Keflvíkingar snéru leiknum sér í vil í öðrum leikhluta og voru fimm stigum yfir í hálfleik, 55:50.

Keflavík leiddu með 9 stigum eftir þriðja leikhluta og þeir létu forystuna aldrei af hendi í fjórða leikhluta.

Dominykas Milka skoraði 23 stig og tók níu fráköst fyrir Keflavík og Jaka Brodnik skoraði 17 stig. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson var stigahæstur KR-inga með 21 stig.

Keflavík er nú með tveggja stiga forskot á toppi deildarinnar en liðið er með 14 stig í efsta sætinu á meðan KR er með 8 stig í sjöunda sætinu.

Gangur leiksins:: 9:8, 16:16, 23:18, 31:25, 35:32, 40:41, 45:49, 50:55, 54:60, 59:68, 66:73, 70:77, 70:82, 76:92, 86:95, 88:108.

KR: Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 21/8 fráköst/7 stoðsendingar, Adama Kasper Darbo 18/5 fráköst/12 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 14, Shawn Derrick Glover 11/5 fráköst, Þorvaldur Orri Árnason 10/7 fráköst, Almar Orri Atlason 7, Björn Kristjánsson 5, Veigar Áki Hlynsson 2.

Fráköst: 26 í vörn, 3 í sókn.

Keflavík: David Okeke 24/12 fráköst, Dominykas Milka 23/9 fráköst, Jaka Brodnik 17/9 fráköst, Valur Orri Valsson 14/8 stoðsendingar, Hörður Axel Vilhjálmsson 12/7 fráköst/8 stoðsendingar, Calvin Burks Jr. 10, Halldór Garðar Hermannsson 5, Magnús Pétursson 3.

Fráköst: 30 í vörn, 15 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Bjarki Þór Davíðsson.

Áhorfendur: 73

mbl.is