Njarðvík gjörsigraði Vestra

Fotios Lampropoulos sækir að Vestramönnum í Ljónagryfjunni í kvöld.
Fotios Lampropoulos sækir að Vestramönnum í Ljónagryfjunni í kvöld. mbl.is/Skúli B. Sig

Njarðvík og Vestri mættust í Subway-deild karla í kvöld í Ljónagryfju þeirra Njarðvíkinga.  Skemmst er frá því að segja að Njarðvíkingar sigruðu með þó nokkrum yfirburðum, 98:69, en forysta þeirra var komin í 20 stig strax í fyrri hálfleik. 

Maður bjóst í raun við þeim Vestra mönnum eitthvað sterkari til leiks ef tekið er mið af því að því að þeir hafa verið í hörku leikjum í allan vetur gegn mörgum af þeim liðum sem þeir hafa spilað gegn. Að undanskildum fyrstu andardráttum þessa leiks þá voru þeir ætíð í eltingaleik og strax í fyrri hálfleik skynjaði maður hálfgerða uppgjöf frá þeim. 

Síðari 20 mínútur leiksins virtust vera algert formsatriði því aldrei gerðu gestirnir atlögu að því að minnka mun heimamanna niður. 

„Við þurftum alveg að hafa fyrir þessu þó það kannski hafi ekki litið þannig út" sagði Haukur Helgi Pálsson sem spilaði sinn fyrsta leik í kvöld í hartnær 10 mánuði sökum meiðsla. 

Og það var einmitt þannig sem þetta leit út, að Njarðvíkingar væru á ákveðinni sjálfsstýringu þar sem þeir skoruðu að vild og á meðan gekk ekkert hjá gestunum frá Ísafirði. 

Leikurinn í heild sinni var engin konfektmoli en kannski er hægt að taka það frá þessum leik að Vestramenn voru nokkuð vel frá sínu besta en einnig að Njarðvíkingar mættu vel tilbúnir til leiks eftir langt landsleikjahlé. 

Sem fyrr segir var Haukur Helgi Pálsson loksins að fá að stíga sín fyrstu skref í Subway-deildinni og þrátt fyrir að hafa ekki náð fullum takti í þessum leik þá glitti í gamla takta hjá kappanum. 

Njarðvíkingar skríða um sinn upp í 5. sæti deildarinnar á meðan Vestri sitja í 10. sæti deildarinnar með tvo sigra í átta leikjum. 

Gangur leiksins:: 2:5, 12:9, 17:15, 27:20, 29:20, 39:22, 45:28, 52:32, 60:38, 64:43, 67:43, 71:48, 82:53, 85:55, 91:58, 98:69.

Njarðvík: Veigar Páll Alexandersson 21, Nicolas Richotti 19, Fotios Lampropoulos 18/5 fráköst, Dedrick Deon Basile 17/7 fráköst/8 stoðsendingar, Maciek Stanislav Baginski 8, Elías Bjarki Pálsson 4, Mario Matasovic 4/5 fráköst, Jan Baginski 3, Haukur Helgi Pálsson 2, Ólafur Helgi Jónsson 2.

Fráköst: 28 í vörn, 3 í sókn.

Vestri: Rubiera Rapaso Alejandro 12/9 fráköst, Ken-Jah Bosley 10, Nemanja Knezevic 10/8 fráköst, Hilmir Hallgrímsson 10/7 fráköst, Marko Jurica 8, Julio Calver De Assis Afonso 8/7 fráköst, Arnaldur Grímsson 6, Hugi Hallgrimsson 5/6 fráköst.

Fráköst: 29 í vörn, 15 í sókn.

Dómarar: Gunnlaugur Briem, Sigurbaldur Frimannsson, Stefán Kristinsson.

Njarðvík 98:66 Vestri opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert