Golden State stöðvaði sigurgöngu Pheonix

Lebron James (nr.6) og Paul George (nr.13) í baráttunni í …
Lebron James (nr.6) og Paul George (nr.13) í baráttunni í borgarslagnum í LA í nótt. AFP

Níu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í Bandaríkjunum í nótt. Golden State Warriors komu í veg fyrir að Pheonix Suns ynni sinn 19. leik í röð og Los Angeles Clippers unnu borgarslaginn gegn Lakers.

Steph Curry var stigahæstur Golden State í 118:96 sigri gegn Pheonix. Curry skoraði 23 stig ásamt því að taka fimm fráköst og gefa fimm stoðsendingar. Deandre Ayton var stigahæstur í liði Pheonix, einnig með 23 stig.

Paul George fór fyrir sínum mönnum í Los Angeles Clippers þegar þeir unnu Los Angeles Lakers 119:115. George skoraði 19 stig, tók átta fráköst og gaf níu stoðsendingar. Marcus Morris Sr. var stigahæstur í liði Clippers með 21 stig. Hjá Lakers skoraði Anthony Davis 27 stig og LeBron James 23.

Þrátt fyrir 137:130 tap átti Jayson Tatum stórleik fyrir Boston Celtics gegn Utah Jazz. Tatum skoraði 37 stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Donovan Mitchell skoraði 34 stig fyrir Utah og Mike Conley 29.

Úrslit NBA-deildarinnar í nótt:

Miami Heat 113:104 Indiana Pacers

Cleveland Cavaliers 116:101 Washington Wizards

Philadelphia 76'ers 98:96 Atlanta Hawks

Minnesota Timberwolves 105:110 Brooklyn Nets

Orlando Magic 116:118 Houston Rockets

New Orleans Pelicans 107:91 Dallas Mavericks

Boston Celtics 130:137 Utah Jazz

Pheonix Suns 96:118 Golden State Warriors

Los Angeles Clippers 119:115 Los Angeles Lakers

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert