Þrír leikmenn Fjölnis fóru á kostum

Dagný Lísa Davíðsdóttir fór á kostum fyrir Fjölni gegn Haukum.
Dagný Lísa Davíðsdóttir fór á kostum fyrir Fjölni gegn Haukum. mbl.is/Óttar Geirsson

Dagný Lísa Davíðsdóttir átti stórleik fyrir Fjölni þegar liðið vann öruggan átján stiga sigur gegn Haukum í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Subway-deildinni, í Dalhúsum í Grafarvogi í elleftu umferð deildarinnar í kvöld.

Leiknum lauk með 77:59-sigri Fjölnis en Dagný Lísa var stigahæst í liði Fjölnis með 25 stig og þá tók hún einnig 20 fráköst í leiknum.

Hafnfirðingar skoruðu einungis átta stig gegn 24 stigum Fjölnis í fyrsta leikhluta og eftir það var róðurinn þungur fyrir Hauka. Fjölnir leiddi 39:25 í hálfleik og Haukum tókst aldrei að snúa leiknum sér í vil í síðari hálfleik.

Aliyah Mazyck skoraði 22 stig og tók tíu fráköst fyrir Fjölni og Iva Bosnjak skoraði 16 stig og tók fjórtán fráköst. Lovísa Björt Henningsdóttir var stigahæst Hauka með 16 stig og þær Haiden Palmer og Bríet Sif Hinriksdóttir skoruðu 11 stig hvor.

Fjölnir er með 16 stig í öðru sæti deildarinnar, jafn mörg stig og topplið Njarðvíkur sem á leik til góða á Fjölni, en Haukar eru með 8 stig eftir sjö leiki.

Fjölnir - Haukar 77:59

Dalhús, Subway deild kvenna, 05. desember 2021.

Gangur leiksins:: 5:4, 12:4, 18:6, 24:8, 26:14, 28:17, 32:23, 39:25, 46:32, 48:37, 54:43, 62:45, 66:49, 68:55, 75:57, 77:59.

Fjölnir: Dagný Lísa Davíðsdóttir 25/20 fráköst, Aliyah Daija Mazyck 22/10 fráköst/7 stoðsendingar, Iva Bosnjak 16/14 fráköst/3 varin skot, Sanja Orozovic 10/6 fráköst/5 stoðsendingar, Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir 4.

Fráköst: 40 í vörn, 12 í sókn.

Haukar: Lovísa Björt Henningsdóttir 16, Haiden Denise Palmer 11/9 fráköst/5 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 11, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 8/9 fráköst, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 6/5 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 3, Rósa Björk Pétursdóttir 2/7 fráköst, Dagbjört Gyða Hálfdanardóttir 2.

Fráköst: 29 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Bjarki Þór Davíðsson, Ingi Björn Jónsson.

mbl.is