Sigur hjá Martin í Feneyjum

Martin Hermannsson.
Martin Hermannsson. Ljósmynd/FIBA

Valencia heimsótti ítalska liðið Reyer Venezia til Feneyja í kvöld í Evrópubikar karla í körfuknattleik og sigraði 81:67. 

Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson gat beitt sér í leiknum og spilaði í 30 mínútur. Hann skoraði 5 stig fyrir Valencia en gaf auk þess 6 stoðsendingar á samherjana. Martin lék einnig deildarleik með Valencia á dögunum og forráðamenn Valencia þurfa því ekki að kveinka sér yfir því að Martin hafi leikið með íslenska landsliðinu gegn Hollandi á dögunum. Meiðsli í kálfa gerðu Martin erfitt fyrir í þrjár vikur eða svo en eru vonandi á undanhaldi. 

Valencia er með 8 stig eftir sex leiki í B-riðli keppninnar og er í 3. sæti sem stendur en fjögur efstu liðin munu komast áfram í keppninni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert