Smit í Njarðvík

Maciej Baginski, leikmaður Njarðvíkur, í leik gegn KR í lok …
Maciej Baginski, leikmaður Njarðvíkur, í leik gegn KR í lok október. mbl.is/Kristinn Magnússon

Leik Njarðvíkur og Stjörnunnar í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Subway-deildinni, sem fara átti fram á fimmtudaginn kemur í Ljónagryfjunni í Njarðvík, hefur verið frestað vegna kórónuveirusmits í herbúðum Njarðvíkinga.

Þetta tilkynntu Njarðvíkingar á heimasíðu sinni í dag en í frétt þeirra kemur meðal annars fram að leikmaður liðsins hafi greinst með veiruna og hluti af leikmannahópnum sé nú kominn í sóttkví.

Nýr leiktími hefur ekki verið staðfestur en til stendur að spila leikinn síðar í desembermánuði. Þrátt fyrir að leik fimmtudagsins hafi verið frestað stendur ennþá til að leikur Njarðvíkur og Vals í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar, VÍS-bikarnum, fari fram á tilsettum tíma, hinn 13. desember á Hlíðarenda.

Njarðvík er með 10 stig í fimmta sæti úrvalsdeildarinnar en Stjarnan er í áttunda sætinu með sex stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert