Þórir beint í leik – Snorri í stóru hlutverki

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson er búinn að spila fyrsta leikinn sem …
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson er búinn að spila fyrsta leikinn sem atvinnumaður. mbl.is/Árni Sæberg

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson landsliðsmaður í körfuknattleik sem gekk til liðs við Landstede  Hammers í Hollandi í vikunni spilaði sinn fyrsta leik með liðinu strax í kvöld. 

Landstede sótti þá heim lið Aris Leeuwarden í BNXT-deildinni, sameiginlegri úrvalsdeild Hollands og Belgíu, og vann stórsigur, 94:73. Þórir lék í 15 mínútur með Landstede, skoraði 4 stig og átti tvær stoðsendingar. 

Lið hans fór þar með upp í fimmta sætið af ellefu liðum í Hollandshluta deildarinnar en liðin spila fyrri hluta tímabils hvort í sínu landi. Fimm efstu liðin hvoru megin fara síðan í Gulldeild BNXT en hin liðin í Silfurdeild BNXT.

Snorri Vignisson, fyrrverandi leikmaður Breiðabliks, leikur með Hague Royals í sömu deild. Lið hans tapaði 103:69 fyrir Feyenoord í kvöld en Snorri var í stóru hlutverki. Hann var næststigahæstur hjá Hague með 14 stig, tók auk þess 6 fráköst og átti 2 stoðsendingar á 29 mínútum. Hague er neðst í Hollandshlutanum með aðeins einn sigur í fyrstu tólf leikjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert