Fresta bikarkeppninni fram í mars

Logi Gunnarsson og liðsfélagar hans í Njarðvík eru ríkjandi bikarmeistarar …
Logi Gunnarsson og liðsfélagar hans í Njarðvík eru ríkjandi bikarmeistarar í karlaflokki. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stjórn KKÍ, Körfuknattleikssambands Íslands, hefur tekið þá ákvörðun að fresta undanúrslitum og úrslitum í karla og kvennaflokki fram í mars vegna kórónuveirufaraldursins.

Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem sambandið sendi frá sér í morgun en til stóð að undanúrslitin og úrslitin yrðu leikin í næstu viku og um þar næstu helgi.

Leikirnir munu fara fram dagana 16.-20. mars en undanúrslitin karlamegin munu fara fram 16. mars og undanúrslitin kvennamegin 17. mars.

Karlamegin mætast Stjarnan og Keflavík annars vegar og Þór frá Þorlákshöfn og Valur. Kvennamegin verða það Snæfell og Breiðablik sem eigast við og Njarðvík og Haukar.

Úrslitaleikurinn mun svo fara fram 19. mars en bikarleikirnir munu fara fram í Smáranum í Kópavogi líkt og síðasta haust þar sem Laugardalshöllin er ekki leikfær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert