Breiðablik án lykilleikmanns

Iva Georgieva leikur ekki með Breiðabliki í kvöld.
Iva Georgieva leikur ekki með Breiðabliki í kvöld. Ljósmynd/Óttar Geirsson

Búlgarska körfuknattleikskonan Iva Georgieva verður ekki með Breiðabliki gegn Fjölni í Subway-deildinni í körfubolta er liðin mætast klukkan 18:15 í kvöld. Óvíst er hvenær hún mætir aftur á völlinn.

Karfan.is greinir frá í dag og segir að Georgieva sé frá vegna persónulegra ástæðna. Hún hefur verið einn besti leikmaður Breiðabliks í vetur og skorað 13 stig, tekið 6 fráköst og gefið 3 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Breiðablik er í botnsæti deildarinnar með aðeins einn sigur í tíu leikjum en Fjölnir er í öðru sæti með 18 stig og fer upp í toppsætið með sigri í kvöld.

mbl.is